Samúel er fæddur árið 1967 og hefur viðamikla stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi, sem og mjög umfangsmikla reynslu af stýringu innkaupa og samningagerðar.
Á árunum 1992–1995 starfaði Samúel sem deildarstjóri hagdeildar Olíuverzlunar Íslands. Hann var forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Olíuverzlunar Íslands 1995–1996. Samúel var framkvæmdastjóri fjárfestinga- og áhættustýringarsviðs Olíuverzlunar Íslands 1997–2006. Þá starfaði hann sem framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olíuverzlunar Íslands 2006–2013 og var framkvæmdastjóri heildsölu- og rekstrarvörusviðs Olíuverzlunar Íslands 2013–2014. Undanfarið ár hefur Samúel starfað við uppbyggingu á eigin ráðgjafafyrirtæki, S67, auk þess sem hann stofnaði nýlega Food Diagnostic Ísland.
Samúel hefur setið í ýmsum stjórnum og opinberum nefndum, svo sem eldsneytishópi Orkuspárnefndar og í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs.
Samúel er með Cand. Oecon. á reikningshalds- og fjármálasviði í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, auk MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Samúel er einn helsti sérfræðingur landsins varðandi eldsneytismarkað og sá meðal annars um innkaup á eldsneyti fyrir Olíuverzlun Íslands á árunum 1997–2014.