Velkomin til Sjávarkaupa

Um Sjávarkaup

Markmið Sjávarkaupa

Hlutverk Sjávarkaupa er að lækka rekstrarkostnað umbjóðenda sinna. Þeim árangri ná Sjávarkaup einkum í gegnum útboð þar sem styrkur sameiginlegra magninnkaupa er nýttur til að knýja fram hagstæðara verð.

Sérfræðiþekking Sjávarkaupa

Sjávarkaup er þekkingar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í útboðum og eftirfylgni útboða fyrir umbjóðendur sína. Félagið hefur útbúið innkaupa-/útboðsferli sem tryggir samkeppni og jafnræði milli bjóðenda í útboðum. Jafnframt tryggir ferlið að umbjóðendur Sjávarkaupa geti gert sem hagstæðust kaup á vörum og þjónustu og þar með lækkað rekstrarkostnað sinn.

Þjónusta Sjávarkaupa

Sjávarkaup annast milligöngu við að koma á viðskiptum milli seljenda/birgja og umbjóðenda Sjávarkaupa, einkum í gegnum útboð og síðar rammasamninga. Eftir að rammasamningur er kominn á stunda aðilar bein viðskipti sín á milli en Sjávarkaup veita umbjóðendum sínum þjónustu við eftirlit og eftirfylgni með viðkomandi rammasamningi.

Sjávarkaup veita einnig þjónustu vegna einstakra eða smærri innkaupa sem krefjast ekki formlegra útboða.

Sjávarkaup leggja mikla áherslu á trúnað, heiðarleika, gagnsæi, vönduð vinnubrögð og trúverðugleika í öllum sínum störfum.
Í því skyni hefur félagið sett sér sérstakar siðareglur. 

Siðareglur

Siðareglur fyrirtækis eru leiðbeiningar um hvernig æskilegt er að starfsfólk bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglum birtast gjarnan þau gildi sem eiga að einkenna samskipti á vinnustað. Slíkar reglur ná til allra starfsmanna vinnustaðarins og sameina oft siðareglur þeirra ólíku starfsstétta sem þar vinna. Skráðar siðareglur geta gegnt mikilvægu hlutverki við að uppgötva og leiða í ljós hvernig almenn siðferðisgildi eiga við í einstökum starfsaðstæðum. Siðareglur geta auðveldað starfsfólki  að bregðast við erfiðum siðferðislegum álitamálum á vinnustað. Það er mat Sjávarkaupa, vegna eðlis þeirrar starfsemi að eiga bæði samskipti við umbjóðendur sína og birgja, að mikilvægt sé að öll samskipti séu gegnsæ og skýr. Siðareglur hafa almennt það hlutverk að vinna með hagsmunum samfélagsins og heildarinnar til lengri tíma. Það er mat Sjávarkaupa að siðareglur gefi góða mynd af þeim starfsaðferðum sem félagið beitir og enn fremur að þær nýtist í starfi, t.a.m. á eftirfarandi hátt:

 • Þær gefa skýrt til kynna hvaða gildi stjórnendur telja mikilvæg fyrir menningu vinnustaðarins.
 • Þær hvetja starfsfólk til faglegra vinnubragða.
 • Þær auka samkennd og samheldni starfsmanna á vinnustað.
 • Þær upplýsa um þau atriði sem fyrirtækið leggur áherslu á í samskiptum við viðskiptavini.
 • Þær minnka líkurnar á áföllum og hneykslismálum.

Með vísan til þess er að framan greinir hafa Sjávarkaup hf. ákveðið að setja starfsmönnum sínum eftirfarandi siðareglur:

 • Við virðum trúnað og gætum þagmælsku varðandi atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og skulu fara leynt.
 • Við erum hreinskiptin og heiðarleg í öllum okkar samskiptum.
 • Við rækjum starf okkar af alúð og samviskusemi, gætum kurteisi, lipurðar og réttsýni og veitum aðstoð og leiðbeiningar.
 • Við erum ábyrg fyrir ákvörðunum, árangri og háttsemi.
 • Við erum óhlutdræg og gætum jafnræðis.
 • Við byggjum ákvarðanir á hlutlægum rökum.
 • Við virðum kröfur bjóðenda og kaupenda um aðgang að upplýsingum í samræmi við eðlilegar reglur.
 • Við gætum réttsýni við úrlausn mála og misbeitum ekki valdi okkar eða aðstöðu.
 • Við misnotum ekki stöðu okkar, sjálfum okkur eða öðrum til ávinnings. Við þiggjum ekki veiðiferðir, utanferðir eða önnur boð sem geta réttilega dregið hæfi okkar í efa.
 • Við tökum ekki við eða heimtum gjafir eða annan ávinning sem við eigum ekki tilkall til vegna starfs okkar.

Starfsfólk

Samúel Guðmundsson

framkvæmdastjóri
gsm 898-4732
Senda póst

Samúel er fæddur árið 1967 og hefur viðamikla stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi, sem og mjög umfangsmikla reynslu af stýringu innkaupa og samningagerðar.

Á árunum 1992–1995 starfaði Samúel sem deildarstjóri hagdeildar Olíuverzlunar Íslands. Hann var forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Olíuverzlunar Íslands 1995–1996. Samúel var framkvæmdastjóri fjárfestinga- og áhættustýringarsviðs Olíuverzlunar Íslands 1997–2006. Þá starfaði hann sem framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olíuverzlunar Íslands 2006–2013 og var framkvæmdastjóri heildsölu- og rekstrarvörusviðs Olíuverzlunar Íslands 2013–2014. Undanfarið ár hefur Samúel starfað við uppbyggingu á eigin ráðgjafafyrirtæki, S67, auk þess sem hann stofnaði nýlega Food Diagnostic Ísland.

Samúel hefur setið í ýmsum stjórnum og opinberum nefndum, svo sem eldsneytishópi Orkuspárnefndar og í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs.

Samúel er með Cand. Oecon. á reikningshalds- og fjármálasviði í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, auk MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Samúel er einn helsti sérfræðingur landsins varðandi eldsneytismarkað og sá meðal annars um innkaup á eldsneyti fyrir Olíuverzlun Íslands  á árunum 1997–2014.

Hafðu samband